Daily Archives: 28. apríl, 2006

Ekki seinna vænna 1

Þetta hér eru einhverjar þær bestu fréttir sem ég hef heyrt lengi.

Blíðskaparveður 0

Það er blíðskaparveður. Skrapp aðeins upp í skóla að fá lánaða bók og langaði varla heim aftur. Núna vildi ég geta setið við tjörnina og kastað brauðmylsnu fyrir endurnar (orðið dálítið langt síðan síðast), en ég þarf að vinna. Síðasta vinnuhelgin. Ó, hví kom hún ei fyrr?

Ó, fagra Reykjavík! 3

Ég hef alltaf talið Elliðaárdalinn sannkallaða vin í skrælnaðri eyðimörk Reykjavíkur, og í gærkvöldi ákvað ég að fara þangað fyrsta sinni á ævinni, til að létta á þunga skapinu sem ég var í. Hvað gæti verið betur til þess fallið að létta á skapinu en að ganga um síðasta náttúrlega landslag höfuðborgarinnar á hlýju vorkvöldi, […]