Monthly Archives: maí 2006

Kringlusafn 2

Frétt í Hér&Nú: Pípari á Porsche! „Mig bara langaði í hann.“ Kringlusafn í fyrramálið, fyrsti vinnudagur. Ég mæti í bættum tveedjakka með lonníettur. Hver veit svo hvaða ævintýri munu eiga sér stað á Kringlusafni í sumar? Margt býr á bókasöfnum. Forrannsókn fer fram á næsta fulla tungli. Þá verður horft á kvikmyndina The Librarian: Quest […]

Svaðilför og bókakaup 2

Í gærkvöldi klukkan 23:55 skrifaði ég, en fjarlægði um hálftíma síðar: „… kisan þarf á dýraspítala í fyrramálið, bakvaktin neitaði að taka við henni núna. Meinið fannst rétt í þessu, það er vinstri afturfótur. Sársaukafullt augnaráðið þegar ég snerti á fætinum nísti mig í innsta stað, og samt virðist greyið ekkert þjást er hún gengur. […]

Sitthvað misgott 4

Fyrrum vinnuveitendur mínir hjá sænska auðvaldinu ætla að borga mér laun þann 1. júní. Ekki veit ég nákvæmlega hvenær ég vann mér inn þessa peninga, en ég tek því fegins hendi. Svo hef ég uppfært stjórnkerfi þessarar síðu lítið eitt. Núna get ég gert neðanmálsgreinar ((Og sjá, sköpunarverkið er harla gott.)). Það geri ég af […]

Áskorun 2

Þetta er mikilvægasta plagg sem þið munuð nokkru sinni undirrita. Hér gildir fjöldinn meira en nokkru sinni fyrr. Ekki hika, mestu verðmæti þjóðarinnar eru að veði!

Guð! 6

05.40.11 • Forsaga íslenskrar tungu • (5e) • Vor Gotneskir textar og meginatriði gotneskrar málfræði með samanburði við norrænu; rúnalestur; valin viðfangsefni úr frumnorrænni málsögu. Guð hve mig langar! En ég má ekki. Má ekki! Hvers eigum vér nýnemar eiginlega að gjalda?! Að ógleymdu: 05.40.24 • Goðafræði Snorra-Eddu • (5e) • Vor Efni námskeiðsins er […]

Nietzsche og ofurmennið 5

Fyrst ég minnist á Nietzsche er kannski ekki úr vegi að birta hér minn skilning á hugmyndum hans um ofurmennið. Ofurmennið er ekki einhver einn maður, heldur hefur hver og einn burði til að verða ofurmenni, einhver sem getur tekið af skarið, mannkyni öllu til framdráttar. Í þessu sambandi segir Nietzsche að Guð sé dauður; […]

Hættur 4

Ég les stundum Vantrú, en aðeins örsjaldan skil ég eftir athugasemdir. Það er vegna þess að ég er orðinn leiður á því hvað fólki hættir annarsvegar til að svara án þess að svara, hinsvegar oftúlka allt sem á undan er sagt. Einhverju sinni varði ég t.a.m. Nietzsche fyrir manni sem kallaði hann nasista. Sá svaraði […]

Á leið til menntunar 3

Annaðhvort er stutt skegg í tísku eða stjórnmálamenn eru hættir að nenna að raka sig. Dagurinn sem þingmenn mæta órakaðir og þunnir í Metallicabolum verður dagur til að minnast. Naut alúðlegrar þjónustu kvennanna á nemendaskrá HÍ áðan. Kom þó á daginn að oss busum býðst ansi takmarkað kúrsaval svo myndin sem gefin er hér að […]

Morgunverður og H-skóli 2

Vaknaði eftir um þriggja tíma svefn til að keyra móður mína í vinnuna (vakti frameftir við að klára Draumalandið, eftir um sex vikna hlé vegna anna). Þá var ekki amalegt að koma við í hverfisbakaríinu og kaupa rúnstykki af bélvaða flagðinu því arna, sætu bakarísstúlkunni, sem táldregið mun hafa margan góðan drenginn. Þvínæst var keypt […]

Stúdent 8

Í gær brautskráðist ég frá Menntaskólanum við Sund, eftir þriggja ára nám þar. Athöfnin mun hafa verið skemmtileg miðað við aðrar slíkar, Már Vilhjálmsson rektor reitti af sér brandara og ræðan hennar Hjördísar Öldu ármanns var öldungis prýðileg. Ég hlaut þrjár viðurkenningar, fyrir framúrskarandi árangur í ensku (9,5), fyrir ágætt kjörsviðsverkefni (10) og fyrir framlag […]