Þvæla dagsins

„Fæstir félagsfræðingar efast um mikilvægi vísinda fyrir félagsfræði. Flestir hafa þó áttað sig á því að mannleg hegðun er mun flóknari en náttúrleg fyrirbæri og að vísindin eru mun margbrotnari en áður var talið.“ -Garðar Gíslason.

Er mannleg hegðun semsagt ekki náttúrlegt fyrirbæri? Og hvað er þetta sem hann segir, um mikilvægi vísinda fyrir félagsfræði? Á hann þá við vísindalegar aðferðir, að þær séu mikilvægar fyrir félagsfræði, en samt svona eiginlega ekki? Er félagsfræði þá sú vísindagrein sem viðurkennir mikilvægi vísindalegra aðferða, en hafnar þeim jafnframt á þeim forsendum að vísindin séu svo margbrotin? Mér sýnist Garðar fúslega viðurkenna að félagsfræði hafi viðlíka vísindalegt gildi og kukl. Altént má lesa það út úr öllu bullinu sem hann segir.

3 thoughts on “Þvæla dagsins”

Lokað er á athugasemdir.