Ábyrgðarleysi

Andskotinn gengur eiginlega að mér? Hef varla lesið stafkrók fyrir prófið á morgun. Enn ein vökunóttin. Það mætti halda að ég gerði þetta mér til skemmtunar, en svo er ekki. Hreint ekki. Held ég sé bara hreint og klárlega búinn að missa mig í ábyrgðarleysi. Samt fílingur að drekka kaffi eftir miðnætti, svona hálfgerður nothing-to-lose bragur á því, þótt raunin sé vitaskuld þveröfug.

5 thoughts on “Ábyrgðarleysi”

  1. Náði ekki alveg því sem þú sagðir áðan, var (og er) hálfsofandi, en innsláttarvilla eður ei, þá væri ég alveg til í að kíkja á kaffihús einhverntíma! 😉

  2. Ég er til. Alltof lang síðan ég hefi gert slíkt, og alltof langt síðan við höfum átt gott spjall. Svo verðum við nottrulega að fara í göngutúrinn góða í Unuhús!

Lokað er á athugasemdir.