Hvað er málið?

Kominn með eitlasýkingu. Í annað sinn síðan í desember. Núna eru það þó ekki eyrun, heldur eitthvað tengt munnvatnskirtlum, sjálfsagt. Ekki veit ég hvers vegna í ósköpunum ég virðist verða æ móttækilegri fyrir veirusýkingum með árunum, en læknirinn sagði mér að best væri að aðhafast ekkert. Venjulega þætti mér það gott, en þegar verkjalyf duga ekki til að bægja frá sársaukanum þætti mér betra ef eitthvað væri hægt að gera. En svo er ekki. Ég þarf bara að sætta mig við að það sé vont að kyngja.

2 thoughts on "Hvað er málið?"

  1. Avatar Þórður skrifar:

    Ég vildi að fleiri kyngdu.

  2. Smekklegur, eins og ávallt.

Lokað er á athugasemdir.