Brot úr degi

Það er ekki amalegt að vakna og uppgötva plastbrot í fætinum. Ekki veit ég hvernig það komst þangað. Ekki veit ég heldur hvað verður af smábrotunum sem urðu eftir þegar ég beitti flísatönginni of harkalega. Kannski færast brotin smám saman inn að miðju fótar og gleymast þar eins og rusl undir gömlum jarðlögum.