* Starfsfólki Menningar- og fræðslusviðs Reykjavíkurborgar var boðið að skoða landnámsbæinn í Aðalstræti í gær. Það var mögnuð sýning. Um morguninn sat ég fyrirlestur í Gerðubergi, þar sem menningarstefna Reykjavíkur var krufin til mergjar. Mjög áhugavert allt saman, svona á öðrum vinnudegi.
* Fór á Der Freischüts í gærkvöldi. Sungið var á íslensku, sem er glæpur. Pabbi var flottur, sömuleiðis skálkurinn, gaman að sjá Þorvald í kórnum.
* Flottasta afmæli sem ég hef komið í strax á eftir. Svo er líka alltaf góð stemning á Iðnó.
* Maður einn sagði mér að það mætti furðu sæta að ég væri ekki meiri höstler miðað við ótvíræða mannkosti. Það fannst mér fyndið.
* Ég lifði af heila bæjarferð án þess að fá mér Kebab.
* Valsað milli bars og borða á Celtic Cross. Ég valsa hvert sem ég fer, skil það tæpast sjálfur …
* Vinur manneskju sem ég þekki sagði afar ljóta hluti um hana við mig. Kem því varla í orð hve mér gramdist það. Þannig skyldi engum líðast að tala um vini sína, sér í lagi við mig.
* Ég, eins og alltaf, eyddi kvöldinu í að reyna að hindra aðra í að fara heim. Ekkert drykkjuþol hjá þessum ungdómi.
6 thoughts on “Punktar um gærdaginn”
Lokað er á athugasemdir.
Usss… ég þoli ekki þegar fólk talar illa um vini mína. Ég má að sjálfsögðu tala illa um hvern sem ég vil en þegar fólk talar illa um vini mína verð ég öskuill!
Kebabið er ekkert sniðugt. Bara tímasprengju í maganum sem fer af með miklum látum.
Maður talar ekki illa um vini sína, hvað þá í eyru þeirra sem eru kannski minni vinir manns en sá umræddi.. þoli ekki svoleiðis aðstæður. Best væri að tala bara aldrei illa um nokkurn mann, nema ef vera skyldi meðlimi ríkisstjórnarinnar, en þá bara á atvinnu-basis, ekki persónu basis. Skiluru hvað ég er að fara…? Allavega, þetta var askoti gott afmæli.
Jamm, skilðig.
Svo lendir maður í svo mikilli siðferðisklemmu, á ég að segja manneskjunni frá eða ekki? Hvort sem er ber maður sjálfur ábyrgð á afleiðingunum.
Og já, fjandi gott afmæli. Kemst ekki yfir það hvursu flott það var. Þegar ég varð tvítugur fór ég bara á Prikið og fékk mér hamborgara …
Ég mætti þangað á Prikið sæti…mér fannst það helvíti fínt. Spurning hvort að X-ray fiskurinn sé ennþá á lífi 😀 hehehe.
En ég er pínkusvekktur með að hafa ekki komist í afmælið hans Péturs, segja allir að þetta hafi verið æðislegt.
Hann lést því miður sviplega í fiskabúri föður míns, blessuð sé minning hans. Eða hennar …
Jamm, það var verulega gott afmæli. Þó alls ekkert til að svekkja sig yfir þannig lagað. Djamm er alltaf djamm og hverju djammi keimlíkt.