Helvítis – uppfært 09.06.06, kl. 10:55

Ég er brjálaður sáttur út í við skálkana svanina hjá EJS. Það fylgdi engin vírusvörn með tölvunni og núna er allskonar drasl inni á henni. Forritin mín hafa eytt öllu sem þau finna, en það er greinilega eitthvað eftir. Og það er greinilegt að sum skjöl eru ekki lengur þar sem þau eiga að vera. Þeir skulu fá ætla að laga þetta í dag, mér að kostnaðarlausu. Það hinsvegar þýðir að það þarf að strauja tölvuna.

Ég þurfti að forgangsraða í morgun vegna tölvunnar svo ég sá mér ekki fært að fara í móttökuna uppi í ráðhúsi. Fjandans. Hinsvegar fagna ég því að tölvan mín rís líkt og Fönix upp úr öskustónni síðdegis með því að kaupa mér Doom 3.

Annars velti ég fyrir mér hvort fígúran Phoenix úr X-Men hefði heitið Phoenix eftir sem áður, ef fuglinn úr grísku goðsögunum hefði heitið MeloveyoulongtimeanalsexXXX. Það er nefnilega aldrei að vita.

Tölvukaup og snittuboð

Í dag eignaðist ég tölvu. Þá get ég loksins haldið áfram að vinna að bókinni minni, en hingað til hef ég þurft að gera mér að góðu að nota heimilistölvuna, jafnvel á næturna. Það hefur mömmu áreiðanlega ekki fundist skemmtilegt. Hún deilir nefnilega herbergi með tölvunni.

Í fyrramálið er mér boðið í kveðjuhóf borgarstjóra í ráðhúsinu. Það er greinilegt að ég valdi mér vinnustað við mitt hæfi, síðasti föstudagur var nú ekki beint amalegur heldur. Ætli þeir verði allir svona í sumar, föstudagarnir?

Enginn Langholtsvegur

Helgi Hóseasson sat í strætóskýli um hádegisbil með nýtt og ægiflott skilti: „Brennið kyrkur Krosslafs helga“. Strætóbílstjórinn hélt eitt andartak að hann væri að bíða eftir sér og lagði upp að skýlinu. Þá glotti Helgi stríðnislega og veifaði framan í hann skiltinu. Ég sá í speglinum að bílstjórinn var eins og auli í framan þegar hann ók aftur af stað. Það væri enginn Langholtsvegur án karlsins.