Helvítis – uppfært 09.06.06, kl. 10:55

Ég er brjálaður sáttur út í við skálkana svanina hjá EJS. Það fylgdi engin vírusvörn með tölvunni og núna er allskonar drasl inni á henni. Forritin mín hafa eytt öllu sem þau finna, en það er greinilega eitthvað eftir. Og það er greinilegt að sum skjöl eru ekki lengur þar sem þau eiga að vera. Þeir skulu fá ætla að laga þetta í dag, mér að kostnaðarlausu. Það hinsvegar þýðir að það þarf að strauja tölvuna.

Ég þurfti að forgangsraða í morgun vegna tölvunnar svo ég sá mér ekki fært að fara í móttökuna uppi í ráðhúsi. Fjandans. Hinsvegar fagna ég því að tölvan mín rís líkt og Fönix upp úr öskustónni síðdegis með því að kaupa mér Doom 3.

Annars velti ég fyrir mér hvort fígúran Phoenix úr X-Men hefði heitið Phoenix eftir sem áður, ef fuglinn úr grísku goðsögunum hefði heitið MeloveyoulongtimeanalsexXXX. Það er nefnilega aldrei að vita.

3 thoughts on “Helvítis – uppfært 09.06.06, kl. 10:55”

  1. Það er eins og að segja siglfirðingi að gleyma harmónikkum og síldarævintýrum. Auk þess þykist ég orðinn of gamall til að læra á algjörlega nýtt kerfi.

Lokað er á athugasemdir.