Tölvukaup og snittuboð

Í dag eignaðist ég tölvu. Þá get ég loksins haldið áfram að vinna að bókinni minni, en hingað til hef ég þurft að gera mér að góðu að nota heimilistölvuna, jafnvel á næturna. Það hefur mömmu áreiðanlega ekki fundist skemmtilegt. Hún deilir nefnilega herbergi með tölvunni.

Í fyrramálið er mér boðið í kveðjuhóf borgarstjóra í ráðhúsinu. Það er greinilegt að ég valdi mér vinnustað við mitt hæfi, síðasti föstudagur var nú ekki beint amalegur heldur. Ætli þeir verði allir svona í sumar, föstudagarnir?

4 thoughts on “Tölvukaup og snittuboð”

  1. Ertu á svona góðum launum þarna niðrá Kringlusafni, bara tölva eftir fyrstu vinnuvikuna…!
    Kannski sjáumst við í Ráðhúsinu á morgun, þessi vinna er náttúrlega bara djók 😉

  2. Þakka þér 🙂
    En nú sef ég raunar ekki því það er þegar laskað af vírusum. Er stressaður fyrir að fara niður í EJS á morgun að heimta samdægurs viðgerð eða nýja tölvu. Ég get aðeins vonað að þeir verði sanngjarnir …

Lokað er á athugasemdir.