Konungur dýranna

Der König den TierenÍ gærkvöldi sleikti slanga á mér hálsinn eftir að hafa ferðast vítt og breitt um kropp mér og ég tók mér rottu í hönd, aðeins til að leggja hana frá mér aftur eftir að ég hafði strokið henni lítið eitt. Menn mega búa sér til allar mögulegar og ómögulegar merkingar úr þessu ef þeir vilja, ef þeir fá eitthvað út úr því. En svona var það nú samt. Bókstaflega. Haldið ykkur fast, myndirnar koma seinna.

Mér skilst að ég hafi misst af partíi aldarinnar heima hjá Bjössa fyrir vikið. Það verður víst ekki á allt kosið.

8 thoughts on "Konungur dýranna"

 1. Björn skrifar:

  Þau verða fleiri partíin hjá Bjössa Frey.

 2. Eins gott. Annars færðu ekki að kemba hærurnar.

 3. Alliat skrifar:

  Straukstu rottunni hennar? 😉
  hehe! 😛

 4. Það var fín rotta, stór og loðin.

 5. Alliat skrifar:

  Haha! 😀

 6. Silja skrifar:

  Guð hvað ég vona að þetta þýði ekki það sem ég ímynda mér í mínum stærstu og verstu martröðum. Ég þarf að tala við þig Arngrímur…..

 7. Arngrímur skrifar:

  Ég held ég viti hvað þú átt við. Get aðeins sagt þér að þú átt ekki að þurfa að hafa neinar áhyggjur. Annars tölum við saman við eitthvert gott tækifæri.

 8. Nína skrifar:

  Hahahahah!

Lokað er á athugasemdir.