Air

Ég er búinn að vera að smekkfylla tölvuna mína af tónlist, Dýrin í Hálsaskógi komin inn, þvílík snilld. En lög dagsins eru tvö að þessu sinni, La Femme d’Argent (silfurgellan) og De Voyage de Penelope, með Air, af plötunni Moon Safari, sem jafnframt er plata dagsins. Á þeirri plötu er lag sem ég hef alltaf haldið að heiti Toi et moi. Kemur í ljós að það heitir Remember. Skrýtið.

Ég finn ekki Virgin Suicides plötuna mína. Arg!

Annars eru nokkur æðisleg lög á nýju Air plötunni. Ef einhver getur lánað mér hana þá verð ég afar þakklátur.

2 thoughts on "Air"

  1. Dagur skrifar:

    Prufaðu nú að hlusta á tónlist. T.d. Skid Row, KISS, Judas Priest eða Twisted Sister.
    Síðan geturðu líka fari í harðari pakkann eins og Kári Páll og hlustað á Pantera, þeir eru fínir.

  2. Eru þetta samantekin ráð landsliðs Panteramanna um að bera óhóflega út hróður þeirra? Kári var einmitt að reyna að troða þessu Panteradóti upp á mig. Get ekki sagt að ég sé neitt sérlega spenntur fyrir því. Ég er allur í mjúka pakkanum þessa dagana.
    Fyrir utan svo auðvitað það að maður þiggur ekki ráð frá mönnum sem hlusta á Korn (já Kári, þú veist ég er að tala við þig).

Lokað er á athugasemdir.