Að loknum arðsömum degi á bókabíl

Ég lofaði myndum af slöngu að sleikja á mér hálsinn og mér strjúkandi rottu. Þetta get ég ekki staðið við nema að hluta, sjá hér. Ég hefi bætt mynd við færsluna.

Ótrúleg áhrif annars sem veðrið hefur á mann. Væri veðrið ekki svona grátt og einsleitt væri þetta mitt besta sumar í mörg ár. Einu skiptin sem sólin sýnir sig gerir hún það aðeins til að svíkja okkur, sýna okkur hver raunverulega hefur völdin. Svona eins og ríkisstjórnir.

Í þriðja lagi að sinni, þá er ég að lesa nokkrar bækur, eina af hverjum ég lánaði sjálfum mér úr bókabílnum í dag. Sú er svo hræðilega hryllilega léleg að ég held það varði við lög um persónuvernd að tilgreina höfund hennar. Fyrst hann var nógu vitlaust sjálfur til að setja nafn sitt á kápuna hlýtur það engu að síður að heyra undir lög um persónuvernd, vegna þess að augljóslega er hann sjálfum sér hættulegur, og jafnvel lesendum sínum (þeir gætu dáið úr hlátri). Slíkt fólk ber ekki að úthrópa og ég er ekki Dévaff. Áhugasömum er bent á að senda mér tölvuskeyti, vilji þau komast að því hver bókin er.