Nick Cave

Nick CaveÞá er ég búinn að redda okkur Alla miða á Nick Cave. Þeir sækjast í matarhlénu. Ef Cave verður hálft eins góður og hann fyrir síðast verð ég ánægður. Það voru einfaldlega bestu tónleikar sem ég hef farið á.

Annars mætti ég of seint í vinnuna í dag. Á slíkum dögum er slæmt að fá hausverk, því þá getur maður ekki beðið um verkjalyf án þess allir haldi að maður hafi verið fullur kvöldið áður. Sem ég var ekki, svo það er betra að sýna verknum smá þolinmæði.

4 thoughts on "Nick Cave"

  1. Silja skrifar:

    Hvar sitjið þið? Ég fékk miða fyrir okkur Dóra og Hildi á 9.bekk..mjög sátt við það 😀

  2. Arngrímur skrifar:

    Við erum á fyrsta bekk í stúku, sem er feitt.

  3. Alliat skrifar:

    Újé! 😀

  4. Minns hefur víst misskilið eitthvað fyrirkomulag sætaraða. Við erum á fjórtánda bekk í stúku, sem er mjótt. En ég geri allt fyrir Nikkann minn.

Lokað er á athugasemdir.