Daily Archives: 30. júní, 2006

Af sektum og ljóðum 0

Brjálað að gera 0

Ekki einasta náði monsúnrigningargeðveikin að skola burt æstum lánþegum frá safninu í dag. Ótrúlegt raunar að safnið standi ennþá. En það er eins og sagt er, að máttur bókarinnar hann er … já. Og nú skín sólin. Hvurslags annarrarvíddarlánþegaskrímsl ætli við fáum þá? Líklega Þjóðverja á stuttbuxum.

Spurning í Gallup könnun 0

„Átt þú barn í grunnskóla?“ Einn svarmöguleiki var: Veit ekki. Það finnst mér fyndið. Annars tilkynnist hérmeð að lokað verður fyrir athugasemdir í ótilgreindan tíma, vegna álags sem auglýsingaþrjótar leggja á þessa síðu.

Föstudagsmorgunn – hljómar eins og þversögn 0

Klukkan er kortér yfir ellefu og ég á ekki að mæta til vinnu fyrr en klukkan eitt, á móti kemur að ég vinn til lokunar. Veðrið er gott fyrir þá sem ætla að vera inni, ekki nærri eins hryssingslegt eins og á mánudagskvöldið en talsvert meira rok. Gerði tilraun og lagaði tvo og hálfan bolla […]