Ljóta sumar

Þetta ætlar nú að verða meira sumarið. Eitt ljóð hefur mér tekist að yrkja það sem af er sumri (þyrfti helst að semja tuttugu til viðbótar). Ljóðið lýsir kannski frekar veðrinu en raunverulegum atburðum, auk þess er umfjöllunarefni ljóðsins aukaatriði og víkur fyrir veðurfarslýsingu fremur en öfugt. Það er svosum nógu viðeigandi fyrir þetta sumar að yrkja ljóð þar sem veðrið drepur rómantíkina. Svo er aftur annar handleggur hvort það telst birtingarhæft.

Horfði á Sahara með Bogart rétt í þessu. Hún er góð, ekki eins og endurgerðin. Þó var Frakkinn meira sannfærandi í endurgerðinni. Þjóðverjinn og yfirbretinn voru svo aftur nákvæmlega eins.