Dauðinn

DraumurDauðinn er afar stór hluti af lífi hvers og eins, eins og sæist þó ekki nema væri litið til þess vægis sem hinstu orð hafa jafnan þótt hafa, og enda hefur sérhver maður afar ríka tilhneigingu til að deyja einhvern tíma á lífsleiðinni. Þannig má rökstyðja að nábjargir og niðurholun heyri í raun til samfélagslegrar grunnþjónustu, og ætti hverjum manni því að vera frjálst að deyja ókeypis.

Hinstu orð einstaklinga hafa ríkt goðsögulegt gildi, vegna þess að yfirleitt er nárinn ekki til frásagnar til að staðfesta eða véfengja eigin orð. Liggur þá beinast við að leggja honum orð í munn. Hinstu orð dagsins liggja eftir Humphrey Bogart, þótt líklega hafi hann aldrei sagt neitt í líkingunni: „I should never have switched from Scotch to Martinis“.

Próf dagsins er legsteinaprófið. Þið getið tekið það hér.

3 thoughts on “Dauðinn”

Lokað er á athugasemdir.