Telephone Call From Istanbul

Er lag dagsins, af því ég fékk svoleiðis um daginn. Lagið er eftir Tom Waits.

Kaninkan hefur legið niðri nú í nokkra daga, en ég hef hvort eð ekki haft mikið að segja. Kannski það helst að ég klára þetta tímabil í pólitíkinni en hætti svo í báðum stjórnum. Þarmeð gef ég ekki kost á mér til formanns í Reykjavík eins og til stóð. Líklega er málum best komið þannig.

Í framhaldi af síðustu færslu gerði ævintýraþráin vissulega vart við sig á föstudagskvöldið, þó ekki meira en svo að ég endaði í partíi þar sem ég var elstur. Þar rifjaðist þó nokkuð löngu gleymt upp fyrir mér, svo kannski var það bara af hinu góða. Í gærkvöldi flúðum við Alli svo aftur bæinn á vit sárrar tilbreytingar. Það var afar frelsandi, þótt ferðin væri stutt.

One thought on “Telephone Call From Istanbul”

Lokað er á athugasemdir.