Dýrabær

Síðan ég flutti í 101 hefur aðeins ein manneskja vogað sér að hafa á orði að ég sé orðinn „miðbæjarrotta“, annars var Kópavogskóbran nærri búin að keyra mig til síns illa bæjarfélags í gærkvöldi. Hvað alla aðra snertir virðist engum detta annað í hug en ég hafi búið alla ævi í bænum. Nema vesturbæjarkettirnir, ekki einn einasti hverfisköttur virðist treysta þessum nýjasta nágranna sínum, enda óvanir svo stórum rottum. En það er munur að vera orðinn rotta og ekki Laugarneslæmingi. Vogajakuxi hef ég aftur á móti ekki verið í sextán ár heil þótt ég hafi verið þar tíðurgestur, en Grafarholtsgreifinginn faðir minn þarf ef til vill að venja sig við breyttar aðstæður.

2 thoughts on “Dýrabær”

  1. Sæll Arngrímur. Þetta er mjög fín síða hjá þér . Mart svona fræðandi og skemmtilegt. Kveðja Auðun vinnufélaginn þinn

Lokað er á athugasemdir.