Daily Archives: 17. september, 2006

Auðnustjarnan elt 0

Lauk við þann fróma eftir Kárason. Hún hafði þau áhrif á mig að mig langar til að ferðast, og þá almennilega, engar tveggja vikna hallærisreisur eins og vani stendur til. Sömu áhrif hefur svo auðvitað frásögnin af heimilislausu Íslendingunum í Frakklandi. Auðvitað er ekki hálft eins skemmtilegt að minnast þess að hafa lekið inn á […]

Tók hann sótt og andaðist þá um veturinn 6

Loksins stiginn úr rekkju, nær dauða en lífi. Helvítis pest. Og veðrið er dimmt og kuldalegt og napurt og leiðinlegt. Eins og alltaf þegar maður er veikur. Og einhverra hluta vegna opnaðist þessi gluggi alveg sjálfkrafa í tölvunni minni. Nú vill svo til að ég hef verið að leita mér góðra mynda með Peter Lorre. […]

Taka þrjú 0

Hvernig get ég betur komið orðum að þessum degi? Himinninn dimmblár og þungskýjaður, samt liggja sólargeislar á húsunum. Nærri búinn að kasta upp yfir tannburstann minn og fannst ég voða kvalinn og afskiptur í vondum heimi. Flýgur mér í hug að eina rökrétta svarið sé að trítla út í bakarí. Laufin fljótandi um rýmið og […]

Sunnudagsmorgunn í vesturbænum 0

Hafið djúpt og endalaust dökkfjólublátt, íbyggið, þungt fljótandi rætur Akrafjalls vindurinn næðir um sérhverja kverk dropar liðinnar rigningar halda dauðataki í rúður húsanna sunnudagsmorgunn í vesturbænum að hausti til og ég með magakveisu.

Gærkvöldið 0