Tók hann sótt og andaðist þá um veturinn

Loksins stiginn úr rekkju, nær dauða en lífi. Helvítis pest.

Og veðrið er dimmt og kuldalegt og napurt og leiðinlegt. Eins og alltaf þegar maður er veikur. Og einhverra hluta vegna opnaðist þessi gluggi alveg sjálfkrafa í tölvunni minni. Nú vill svo til að ég hef verið að leita mér góðra mynda með Peter Lorre. Tek þessu því sem ótvíræðu tákni þess að mér sé ætlað að sjá þessa mynd.

6 thoughts on “Tók hann sótt og andaðist þá um veturinn”

  1. langt síðan ég hef kommentað hér, besta meðalið við veikindum eru bíómyndir, þó svo þær eru misgóðar þá hafa þær ákveðið skemmtanagildi eins og hann Fred Astaire! Get ekki annað en brosað þegar hann birtist á skjánum.

  2. Já, hei, hvað varð svo eiginlega um bloggið þitt? Stendur ekki til að gera neina bragarbót á?
    Annars verð ég að vera sammála um Fred Astaire, og slíkar myndir yfirhöfuð. Það er alltaf viss sjarmi yfir þessum gömlu góðu.

  3. Það má segja að ég og Silja séum við sama heygarðshornið. Náum aldrei að blása lífi í þessar bloggsíður. Það er nú samt alltaf jafn gaman að fylgjast með öðrum !

Lokað er á athugasemdir.