Follow me around

Thom YorkeLagið sem ég hlusta mest á um þessar mundir, lag mundanna með öðrum orðum, er Follow Me Around með Radiohead. Þetta Youtube drasl er svo leiðinlegt að það vill ekki leyfa mér að setja myndbandið beint hingað inn án þess að ég gefi upp einhvern lykil sem ég hef aldrei fengið hvað þá heyrt af, þannig að ég smelli tengli í staðinn.

Lagið hefur aldrei verið tekið upp nema á tónleikum, eða í þessu tilviki, í hljóðtékki. Þetta er raunar besta upptakan sem til er, hún er tekin úr tónleikamyndinni Meeting People is Easy. Það koma viðtöl inn á milli, sem er eini gallinn, þótt það bæti raunar talsvert við stemninguna í samhengi myndarinnar. Takið sérstaklega eftir því að Thom er aleinn fyrstu þrjár mínúturnar, Johnny Greenwood situr þarna og les í einhverri skræðu, Phil Selway víðsfjarri trommusettinu. Svo tínast þeir smám saman inn í lagið.