Daily Archives: 9. janúar, 2007

Hyldýpið 2

Ef þú horfir nógu lengi í hyldýpið, þá horfir hyldýpið tilbaka á þig. Moggabloggarar tjá sig um fréttir, Mogginn kommentar á moggabloggið tilbaka. Nú er þess aðeins að bíða að moggabloggið kommenti á moggafréttina um moggabloggið og mogginn geri frétt um það.

Gagnslausar staðreyndir 0

Minna þekktur bróðir Osama bin Laden heitir Yeslam Binladin. Sýnir það svart á hvítu að Osama hefur tekið upp listamannsnafn, líkt og kollegi hans Doktor Sýkill, sem einnig ber annað ættarnafn en systkini sín eins og glögglega sést í Saudiarababók.

Kaffi og soðiðbrauð™ að nóttu 0

Skreytum hús með greinum grænum. Gleði ríkja skal í bænum. Deilum trjánum með öllum hinum og fleygjum þeim út á götu. Falla lalla la, tra lalla la. Skyldi vera sami aðilinn sem á stærsta tréð og stærsta jeppann? Kannski hann geti keyrt yfir það, ég get það ekki.