Útför

Þá er Berti frændi dáinn, jarðarförin var í dag. Ég minnist þess aðeins að hafa hitt hann einu sinni en þá var ég á sjöunda ári. Þá gaf hann mér ópal og var voða góður við mig, svona eins og afar myndu gera. Þá þegar hélt ég að hann væri orðinn fjörgamall.

Sálmaskráin leiddi hins vegar í ljós að Berti var aðeins sextíu og fjögurra ára þegar hann dó. Það lyktar af einhverri ósanngirni. Og enn blossar krabbamein upp annarsstaðar í fjölskyldunni. Við því er miður lítið hægt að segja, aðeins vona.

7 thoughts on "Útför"

 1. Mengella skrifar:

  Er orðið tímabæt að álykta að í þetta sinn hafi krabbameinið stungið sér niður í Mag. Candnum sjálfum?

 2. Binni skrifar:

  Samúðarkveðja.
  Um þetta má yrkja.

 3. Arngrímur skrifar:

  Ekki nema æra fyrst landann hjá Sirrý, grenja úr mér augun og þykjast æðrulaus. Kenna tóbaksfyrirtækjunum um, jafnvel.
  Raunveruleikinn er þó öllu alvarlegri, því miður.

 4. Hjördís skrifar:

  Ertu hættur að blogga Arngrímur? Dónalegt umtal er bara til að krydda tilveruna.

 5. Arngrímur skrifar:

  Ég var einmitt sestur niður til að blogga þegar ég rak augun í kommentið …

 6. Harpa J skrifar:

  Lífið er ekki og hefur held ég aldrei verið sanngjarnt.
  Samúðarkveðjur.

 7. Einar Steinn skrifar:

  Samúðarkveðjur.

Lokað er á athugasemdir.