Litlu hlutirnir

Litlu hlutirnir skipta öllu máli. Sú afstaða hefur komið nokkuð sjálfkrafa til mín að undanförnu.

Um daginn leit himinninn svona út.

Degi síðar komu svölurnar aftur til Capistrano.

Mitt í þessu öllu virðist á flestum stöðum vera að birta yfir. Það er kraðak allt um kring en gangnasjónin fer að vissu leyti minnkandi.

Hvort ég finni mig knúinn til að tjá mig þannig að nokkur skilji er svo aftur spurnaratriði. Ég hef á tilfinningunni að sms-, mæspeis- og bloggvæðingin hafi að nokkru haft óafturkræf áhrif á samskiptamáta fólks.

Einn daginn mun væntanlegt par finna sig í þeirri aðstöðu að annað játi ást sína fyrir hinu, og það kemur upp úr dúrnum að hitt hafi lesið allt um það á moggablogginu.

Mars hefur hingað til annars verið fremur geðklofinn beggja vegna árstíða og veit það vonandi á gott vor. Hitt er svo ótengt að í gær var 119 ára afmælisdagur Þórbergs Þórðarsonar væri hann á lífi. Sömuleiðis var það 23 ára afmælisdagur Sigurðar Benediktssonar vinar míns, sem ennþá lifir samkvæmt nýjustu heimildum. Hamingjuóskir til beggja handa.