Mætti ég biðja um tuttugu ár í viðbót?

Ég fór í þrjá skóla í dag í þrenns konar erindagjörðum, þann sem ég nem við sem stendur og tvo sem ég nam við áður. Í þeim þriðja átti ég sérstakt erindi við fyrrum kennara minn sem síðar kenndi mér einnig að aka. Allt þrennt var með eindæmum ánægjulegt, gott ef sólin skein ekki í smástund.

Á leiðinni heim lenti ég svo í temmilega hörðum árekstri, eins og fyrir kaldhæðnislega bölvun. Vegna aldurs míns var málið fyrirfram tapað, en ég áttaði mig ekki á því fyrr en lögreglan mætti á svæðið að ég þyrfti að vera minnst fimmtugur til að vera tekinn alvarlega. Í ofanálag hreytti hinn aðilinn í mig ónotum í hvívetna, ég skyldi ekki reyna neitt kjaftæði bara vegna þess hún væri kona, eins og ég væri einhvers konar framsóknarmaður eða eitthvað þaðanaf verra.

Það er því óhætt að segja að dagurinn hafi tekið dýfu niðrávið einhversstaðar milli Norðurmýrar og Þingholta.

9 thoughts on “Mætti ég biðja um tuttugu ár í viðbót?”

  1. Takk fyrir það. Raunar var það ekki Knútur, en ég hitti hann reglulega í Árnagarði fyrir jól. Þá var karlinn sestur á skólabekk, hress og kátur eins og alltaf.

  2. ooj that er ógedslega leidinlegt ad lenda í svona óhøppum og sérstaklega thegar hinn adilinn er med gedsveiflur daudans út í thig =( leidinlegt ad heyra!!
    eigdu góda helgi =)
    kv. Magga Svava

  3. Glatað að lenda í árekstri! En ef þú varst í rétti lætur þú ekki truflaðan ökumann eða fúla löggu trufla þig, heldur sækir þinn rétt til tryggingafélagsins.
    Ég lenti einu sinni í því að hinn ökumaðurinn laug blákalt á sinni skýrslu (keyrði á mig kyrrstæða, en sagði að við hefðum bakkað saman) en ákoman á bílinn og afstöðumyndir sönnuðu mitt mál. 🙂
    Fólk er fífl!

  4. Mestu máli skiptir samt að þú sért í heilu lagi, sem ég reikna jú með því að þú ert alla vega ritfær…

  5. Þakka ykkur öllum kærlega fyrir uppörvandi svör. Það er allt í himnalagi með mig, utan smá eftirsjá að hafa endilega „þurft“ að ná gula ljósinu. Slysið var á gráu svæði en ég tel að 50/50 séu einu sanngjörnu málalokin, sem ég mun gera mitt besta að knýja fram með fulltingi mér fróðari manna um vinnubrögð lögreglunnar. Maður gefst ekki upp svo auðveldlega.

  6. HAHAHAH GOTT Á ÞIG!
    Nei grín, ég er fegin að þú ert í heilu lagi.
    Hringdu í mig og förum á húskaffihúshús.

Lokað er á athugasemdir.