Árnað heilla

Afmælisbarn dagsins er mademoiselle Hjördís Alda, heimsferðalangur og snillingur. Hún er tuttugu og eins árs í dag og er henni hérmeð árnað heilla á auðmjúkum síðum órum, í því tilfelli að smáskilaboðin hafi geigað einhversstaðar útyfir Atlantshafi.

Sjálfur kanna ég hugarlendur Þórbergs um þessar mundir og á því fáar frístundir frá námi. Það er eins nálægt fjarlægum draumalöndum og ég kemst í bili.

10 thoughts on "Árnað heilla"

 1. Já þú ert frábært ljóðskáld Arngrímur minn.Já þú kannt bara öll ljóð.

 2. Lalli skrifar:

  Arngrímur afhverju ertu þjóðernissinnaður frjálshyggjumaður og gallharður Sjálfstæðismaður?

 3. Lalli, þú ert að grínast?

 4. Lalli skrifar:

  Jú það er víst:)

 5. Ualdorq skrifar:

  Afmælishátíðin mín var einmitt bara að taka enda núna í gær, ég vil ekki vera að stela þrumu þess sem dó fyrir syndir mannkynsins.

 6. Þá óska ég þér einnig til hamingju með afmælið.
  En hafðu ekki áhyggjur af Jesú, hann hefur fengið næga athygli held ég.
  Mér segir svo hugur að í náinni framtíð verði karlinn súkkulaðigerður árlega, seldur í búðum og étinn, svo fólk þurfi ekki sérstaklega að fara í kirkju til þess arna.

 7. Ualdroq skrifar:

  Blóð krists er nefninlega orðið óhóflega vinsælt alls staðar um heim.
  Annars var hátíðin mín bara success!

 8. Hjördís skrifar:

  Takk fyrir mig kæri vin. Verst ef ég hef stolið þrumu frelsarans.. Hef þá líklega stolið þrumunni á degi síðustu kvöldmáltíðar hans líka þar sem tæknilega hófst afmæli mitt þegar enn var sá dagur hér og lauk ekki fyrren á miðnætti daginn eftir, en þá langt liðið á laugardag þarna hinum megin. Jæja að málalengingum loknum þá er Arngrímur varla gallharður Sjálfstæðismaður! Nema ég hafi misst eitthvað úr…

 9. Arngrímur skrifar:

  Gott að heyra að afmælishátíðir helgarinnar hafi heppnast vel. Það er líka bara ágætt að stela þrumu frelsarans svona endrum og sinnum!
  Og að sjálfsögðu hef ég ímugust á sjálfstæðismönnum og þesslags hyski.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *