Stór dagur

Elva og Stígur giftu sig við fallega athöfn í Fríkirkjunni í gær. Hljómsveitin Ménage à Trois sá svo um dinnertónlist í veislunni á Borginni og mun það hafa lukkast ágætlega þrátt fyrir litlar sem engar æfingar. Enda er það tríó sem segir sex …

Í veislunni hitti ég margt gott fólk, þar á meðal fólk sem maður hittir alltof sjaldan. Sumu fólki heilsaði ég ekki af gömlum (og gagnkvæmum) vana. Leið svo dagurinn þar frameftir götunum, hitti heilu ógrynnin af fólki sem ég hafði ekkert talað við síðan í MR. Karl Ágúst, Sunnu Maríu, Önund Pál, Birgi Pétur og síðast en ekki síst glaðværan náunga sem sagði í sífellu „Hey, Arngrímur!“ en hafði yfirleitt litlu við að bæta. Ég er ekki alveg viss hvort ég eigi að þekkja hann.

En gærdagurinn var í flesta staði mjög velheppnaður og skemmtilegur, þótt ég hefði vísast komist upp með að drekka eilítið minna.

One thought on “Stór dagur”

  1. Torfhildur, nemendafélag bókmenntafræði- og málvísindaskorar Háskóla
    Íslands, boðar til hófs í tilefni af útgáfu menningartímaritsins
    Torfhildur. Um er að ræða hátt í tvöhundruð síður fylltar ljóðum,
    smásögum, viðtali og greinum tengdum listum og menningu – allt unnið af
    nemendum skorarinnar, utan heiðursgreinar prófessors og velunnara.
    Á dagskránni verður frumsýning Torfhildar, nokkrar tölur og ef til vill
    eitthvað fleira skemmtilegt…
    Útgáfuhófið verður haldið miðvikudaginn 18. apríl kl. 20.00 í
    Stúdentakjallarnum við Hringbraut og verða veigar í boði á meðan byrgðir
    endast!
    Gestum verður boðið að kaupa Torfhildi á vægu frumsýningarverði.
    Ég hvet þig, góðvinur Torfhildar, að mæta á þessa kærkomnu uppskeruhátíð
    ritnefndar Torfhildar!

Skildu eftir svar við Guðrún hulda Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *