Harmonium

Eigandi að áþekku hljóðfæri. Síðan í dag.

Hlakka ekki til að flytja það í framtíðinni, onei.

8 thoughts on "Harmonium"

 1. Elías skrifar:

  Til hamingju!
  Er belgurinn þéttur? Þarf að pumpa það mikið?

 2. Þakkir! Það þarf alls ekki að pumpa svo mikið, bara rétt svo, en þá heldur reglulegar en hitt. Svo er hægt að láta það rétt anda (svona eins og afvelta Addi Kidda Gau …), með djúpum og strjálum strokum við pedalana. Yndislegasta hljóðfæri sem ég hef átt; hrútgamalt, hrukkað, ögn off-key og algjörlega dásamlegt.

 3. baun skrifar:

  makalaust!

 4. Trimmi skrifar:

  Hvar grófstu svona græju upp og hvað kostar?

 5. Ég var rosalega heppinn, ég lét vakta Góða hirðinn fyrir mig ef ske kynni að svona stykki kæmi inn, ekki að ég byggist við því. Svo gerðist undrið, og ég gekk út með það á 40.000, eftir smá prútt.

 6. Þórdís skrifar:

  almáttugur, þú kemst nú aldrei úr Hafnarfirði ef þú eyðir peningunum þínum í klavíer og annan munað

 7. Refsing fyrir föðurinn, hann situr uppi með draslið. Eina sem ég þarf er ferðataska.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *