Og kjósendur fögnuðu ákaft

„Fred Thompson, forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, sagði í dag að nauðsynlegt væri að handsama Osama bin Laden og taka hann af lífi. Ekki kæmi þó til greina að hann yrði líflátinn án dóms og laga.“
mbl.

Gott að hann tók fyrir þann misskilning, ha krakkar? Eitt andartak hélt ég nefnilega að ég byggi í einhvers konar raunveruleika.

Fable revisited

Í sumar varð mér bloggað um Atlantis og vakti það athygli sjálfs Menosar, sem svaraði pistlinum um hæl. Nú hef ég rekið augu mín í nýstofnaða vefsíðu, Bad Archaeology, sem tekur fyrir allskyns þvælu sem fer að einhverju eða öllu leyti á skjön við viðurkennda fornleifafræði. Hér má sjá umfjöllun þeirra um Atlantis. Af því ég minntist í sömu færslu á meinta gröf Heródesar mikla er ekki úr vegi að vísa einnig á pistil þeirra um það efni.