Ég er ekki tré

Ég er enn tæplega sofnaður síðan í gær. En góðir hlutir eiga til að koma á fáránlegustu stundum, og þannig fékk ég hugljómun alltof snemma í morgun sem gerir mér kleift að skrifa alla næstu viku og vonandi margar vikur í kjölfarið.

Ég er þó ekki frá því að ég hafi dottað í örskotsstund og dreymt friðarsúlu Yoko Ono á planinu framan við Þjóðleikhúsið. Nema það sé eldri draumur, svo merkilegur sem hann er að ég skuli muna hann núna.

Litla bróður hent í skólann, Dagur B. í morgunútvarpinu og rúnstykki með rúsínum úr Voru daglega brauði. Ætli sé ekki kominn tími á að leggja sig aðeins fyrir verkefni dagsins.