Ó, Wurzel, hvar ertu?

Bók Wurzels sem vísað er í hér að neðan geta áhugasamir skoðað hér. Áhugasamur sem ég er þá vantar einmitt þær síður í sýnishorn bókarinnar sem ég þarf mest á að halda! Og bókin er hvergi til á landinu nema að því er virðist í bókaskápum málfræðinga. Ég dey.

4 thoughts on "Ó, Wurzel, hvar ertu?"

  1. Kristín Svava skrifar:

    Á ég að spyrja mömmu?

  2. Vildirðu vera svo væn? Getur skilað því til hennar að hún sé tífalt meira töff ef hún á þetta grundvallarrit orðmyndunar- og beygingafræðitöffara.

  3. Kristín Svava skrifar:

    Móðir mín á ekki viðkomandi bók og veit ekki til þess að neinn sem hún þekkir eigi hana. Hún segist hins vegar hafa pantað hana á Háskólabókasafninu þegar hún var að skrifa kandidatsritgerð sína. Leynilögguleikur? Er hún týnd? Tætt í sundur af ástríðufullum málvísindamönnum?

  4. Líkast til. Haraldur Bernharðs lumar kannski á henni, en ég býst við að ég sleppi án hennar. Segðu mömmu þinni frá mér að hún sé samt fáránlega töff fyrst hún notaði Wurzel í kandídatsritgerð.

Lokað er á athugasemdir.