Í aldanna klof

Furðulegt ár að líða. Ef það næsta væri ekki bara beint framhald af þessu væri ég raunverulega feginn.

Fékk áfall þegar ég vaknaði klukkan kortér í tvö. Þreif handahófskenndar spjarir úr hornum og hljóp út í ríki, aðeins til að lenda þar í biðröð og gefa upp alla von um að komast þangað inn, meira að segja eftir að ég kom þaðan út aftur með tvær kippur og freyðivínsflösku. Viskí á ég heima. Verð víst ekki til frásagnar í fyrramálið.

Kristín Svava kallar sig cand. phil. og fyrst hún gerir það er mér ekki skotaskuld úr að gera það líka. Hef svosem gengið undir titlinum „mag. cand.“ líka en það hljómar ekki eins vel. Ef ég bæti titlinum við feisbúkkið mitt þá kannski fæ ég líka merkilegri boð á Mystery Match en frá stórbrjóstuðum Rúsölkum handan Úralfjalla. Það er nóg af pípurum hér heima.

Hef þetta ekki lengra í bili. Eigið gott kvöld, syngið Auld Lang Syne og drekkið ykkur full.

2 thoughts on "Í aldanna klof"

  1. Avatar Dóri skrifar:

    Takk fyrir það og góða skemmtun sömuleiðis. Sjáumst á næsta ári.

  2. Avatar Harpa J skrifar:

    Gleðilegt ár. Þetta lagast örugglega allt. Einhvern tímann.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *