Nördismi dagsins

Til er sterkbeygða sögnin þysja í íslensku máli sem eingöngu hefur varðveist í þátíð, þusti. Sögninni skylt er karlkyns nafnorðið þys, sem nær eingöngu þekkist með orðasambandinu ys og þys.

Nútíð sagnarinnar hefur verið endurupptekin í íslensku ásamt veikbeygðri þátíð, þysjaði, og merkir aðdrátt (zoom á ensku). Einnig eru til svonefndar þysjuvélar, til dæmis Þjóðarbókhlöðunni, sem notaðar eru til að skoða gömul ljósprentuð dagblöð.

Annað kvöld þysja ég máske í reisugilli. Það er annað orð sem tekið hefur breytingum en þó ekki nærri jafn miklum, en lesendur geta fundið út sjálfir hvaða breytingar það eru og í hvorri merkingunni ég mun þysja.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *