Seinleg athugun

Byssan gerir aldrei skyssan segir máltækið. Auðvitað gerði hann enga skyssu í stóra Morfísmálinu, það sem gert er að undirlögðu ráði getur varla flokkast sem mistök, þótt það sé ef til vill misráðið eftir á að hyggja. Mistök eru engin afsökun fyrir að vera hálfviti.

Hitt er svo annað að ef umræðurnar á vefsíðu téðrar Byssu eru til marks um þá mælskulist sem Morfísmenn vilja halda til haga fæ ég ekki annað séð en það sé kominn tími til að leggja þetta niður. Nóg er til af gróðrarstíum hroka og heimsku samt.

2 thoughts on “Seinleg athugun”

  1. Díses, ég man eftir téðri byssu úr Hagaskóla. Virðist ekki hafa þroskast mikið síðan þá.
    Ég hugsa að ég hefði líka löðrungað piltinn í sporum stúlkunnar.
    Hvað voru þessir menn eiginlega að spá?
    Og burt séð frá því hvort þeir „mega þetta“ eða ekki þá er einfaldlega spurning um það hvað menn sjá sóma sinn í að gera og hvað ekki.

  2. Ég veit ekki hvort að maður eigi að nenna að eyða púðri í að tala um þetta morfíspakk. Þessi keppni hefur fjarlægst svo uppruna sínum að sigur í henni eru aumari verðlaun en brons á Special Olympics.
    Helst vildi ég að keppnin væri haldinn í kyrrþey í yfirgefinni hlöðu á eyðibýli á Vestfjörðum. Gunnar í Krossinum yrði skipaður þjálfari allra liðanna því hann er álíka málefnalegur og bjánarnir sem taka þátt í þessum skrípaleik. Junior Chamber-hyskið gætu séð um að elda ofaní mannskapinn og Sigurður Kári, Birgir Ármannsson og Þorsteinn Davíðsson gætu svo klappstýrt (helst í klappstýrubúningum að amerískri fyrirmynd).
    Auðvitað væri best ef keppnin stæði yfir mánuðum saman svo að við hin værum laus við þennan skítaskríl úr umræðunni sem lengst.

Skildu eftir svar við Gunnar Örn Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *