Post jucundam juventutem

Í gær kynnti ég úrslit í fyrstu vonandi árlegu ljóða- og smásagnakeppni MS (skólans). Þá reyndi ég að halda stutta tölu um ljóðlist almennt en neyddist hálfpartinn til að hætta við af því krakkarnir kjöftuðu bara á meðan. Óskaði þeim að endingu gleðilegrar árshátíðar áður en ég gekk út með snert af nostalgískri melankólíu.

Ég skil það reyndar vel að þau hafi ekki nennt að hlusta á leiðinlega ræðu um ljóð þegar mestu áhyggjur þeirra þá stundina snerust um hver myndi kaupa handa þeim í ríkinu. Svo les maður um afrek þeirra með morgunkaffinu og saknar þess ekki lengur að detta í það á fimmtudögum.

4 thoughts on “Post jucundam juventutem”

  1. Post molestam senectutem-good times! Eigum við að detta í það á fimmtudegi? Ég fór einu sinni á skólaball eftir að ég hætti í MR,mér fannst ég vera að minnsta kosti 100 ára gömul…

  2. já krakkar eru bara svona. Það var samt gaman að lesa ljóð það finnst mér . Ég ætla að láta þig vita Arngrímur minn að það verður ekki meira bloggað á mínu síðu . Það er búið að gera þetta flóknara núna. Getur þú búið til nýja síðu handa mér.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *