Kall náttúrunnar

Á dögunum kom faðir minn að stærðarloðinbarði inni í svefnherbergi sínu, og lýsti því yfir sigri hrósandi að dyrnar hefðu verið lokaðar og þar af leiðandi hefði enginn getnaður átt sér stað við heimasætuna. Ég útskýrði mökunaraðferðir katta fyrir karli föður og kvað kisu fullgamla fyrir slíkan gjörning, hún mætti best vita það sjálf hvað riði henni að fullu.

Það var áður en ég uppgötvaði að hún hefur verið að dreifa ferómóni eins og sælgæti um svalirnar, eins og köttur sleginn úr tunnu. Mér varð nefnilega litið upp frá skrifborðinu mínu áðan og sá rauðlitaða skepnu taka viðbragð við gluggann og stökkva á brott við að sjá mig. Samtímis kemur mín trítlandi að glugganum og leitar leiða út.

Ég er talsvert spúkaður.