Bankinn

Í gær hringdi ég í bankann og bað um hærri yfirdrátt. Eftir vinnu kom ég svo við á bensínstöð, en tortrygginn að vanda reyndi ég fyrst heimildina áður en ég dældi. Eins gott líka.

Í dag hringdi ég í bankann og ítrekaði beiðnina. Mér var sagt hún væri komin. Eftir lokun bankans að sjálfsögðu dröslaði ég mér í búðina. Engin heimild.

Á morgun fer ég í bankann.