Daily Archives: 19. febrúar, 2008

Skype 0

Talandi um banka, þá er hér ókeypis hugmynd: Að þjónustuver banka og kreditkortafyrirtækja bjóði ferðalöngum erlendis upp á þjónustu gegnum skype. Nema fjármálafyrirtækin eigi í samráði við fjarskiptafyrirtækin um að gera það ekki, þá myndi ég skilja hvers vegna þeim þætti það ófýsilegur kostur.

Bankinn 0

Í gær hringdi ég í bankann og bað um hærri yfirdrátt. Eftir vinnu kom ég svo við á bensínstöð, en tortrygginn að vanda reyndi ég fyrst heimildina áður en ég dældi. Eins gott líka. Í dag hringdi ég í bankann og ítrekaði beiðnina. Mér var sagt hún væri komin. Eftir lokun bankans að sjálfsögðu dröslaði […]

Kall náttúrunnar 0

Á dögunum kom faðir minn að stærðarloðinbarði inni í svefnherbergi sínu, og lýsti því yfir sigri hrósandi að dyrnar hefðu verið lokaðar og þar af leiðandi hefði enginn getnaður átt sér stað við heimasætuna. Ég útskýrði mökunaraðferðir katta fyrir karli föður og kvað kisu fullgamla fyrir slíkan gjörning, hún mætti best vita það sjálf hvað […]