Hversdagsleiki

Í dag hringdi í mig náungi frá símafélaginu Nova. Hann seldi mér ekki neitt, en ég seldi honum bókina mína.

Svo aðstoðaði ég unga konu við að grafa upp heimildir um tákn og táknfræði, leiddumst svo út í spjall um merkingarfræði og arkítektúr (sem ég hef lítið vit á). Í kjölfarið ákvað ég að fá lánaða Atviksbók 8, Borgarmynstur. Víst finnst mér það áhugavert.

Ég sé að ég á alveg eftir að plögga vefmyndasögu Alla á þessum síðum. Kíkið endilega á Púkaland og lesið frá upphafi.

Nær allar færslur síðastliðna viku hafa verið í flokknum úr daglega lífinu. Líf mitt er enda fjarska hversdagslegt þessa dagana, og ekki kvarta ég undan því.