O, tempora, et cetera

Á veggnum við hliðina á skrifborðinu mínu hvílir mynd af fyrsta bekk N úr Laugarnesskóla, tekin á vorönn 1991. Fyrir neðan hana er mynd af öllum útskriftarárgangi Laugalækjarskóla, tekin að vori árið 2000. Það má varla á milli sjá hvor myndin var tekin fyrr. Að maður hafi álitið sig fullorðinn á þessum tíma hlýtur að vera einhvers konar skandall.

Minnst tvær aðrar bekkjarmyndir voru teknar í Laugarnesskóla, en þær á ég ekki og hefur alltaf fundist leiðinlegt. Þá er eftir að spyrjast fyrir hjá gömlum skólafélögum hvort ég fái að afrita þeirra eintök.