Stundum hef ég velt fyrir mér hvaðan líkingin sé dregin þegar dritað er úr vélbyssum yfir fólk. Í það minnsta getur hinn almenni borgari þakkað fyrir að fiðurfénaður getur ekki dritað yfir það eins og úr vélbyssu.
Loksins lét ég verða af því að fá mér USB-lykil í BT og afrita mikilvægustu gögnin mín á hann. Það tók mig nokkurn tíma að fatta að það var systir hans Jóns sem afgreiddi mig, enda lítur fólk öðruvísi út bakvið afgreiðsluborð en í raunveruleikanum (vinnustaðir heyra ekki undir raunveruleika).
Annars er allt við sama heygarðshornið. Bloggið verður víst bara að vera álíka leiðinlegt og óritskoðaði hluti hversdagslífsins á meðan.
Er þér illa við gæsir?
Heill og sæll!
Mér er hreint óilla við gæsir, en þeim mun verr við vélbyssur. Þakka þó guði fyrir á hverjum degi að gæsir búa ekki yfir ægimætti M16 riffils í rassinum.