Prüfung

Mætti illa sofinn í munnlegt próf í dag, og tókst svo merkilega til að ég dró efnið sem ég hafði skrifað um og var þó flestu stolið úr mér. Ég hætti mér ekki til að leggja mat á slíka íróníu. Og hefst þá in mikla bið …

7 thoughts on “Prüfung”

  1. Einn af enskukennurunum í menntaskóla, sem lítur út eins og Alan Alda, gerði mér mikinn traumískan grikk, þannig að ég rifja upp eftirfarandi senu í hvert skipti sem munnlegt próf er nefnt:
    „So, guys,“ segir hann við bekkinn, „There´s an oral exam next Tuesday.“
    Bekkurinn hálfsofandi, flestir bora í nefið.
    „It´s not oral sex, you know,“ bætir hann við og viðbjóðslega smeðjulegt glott sprettur á andliti hans; pervertískur Alan Alda. Svipurinn færist yfir á stelpurnar og svo hægt yfir á strákana. Ég gerði þau mistök að líta upp og fékk augnsamband.
    The Horror … The Horror …

  2. Bíddu bíddu, máttirðu fjalla um efnið sem þú skrifaðir um? Hélt að það væri alveg bannað! Ég fékk líka Sturlu sögu og var blank!!! En svo gaf Ármann mér nokkrar vísbendingar og ég ruddi út úr mér eftirfarandi:
    Króksfjarðarbók 122 a
    Reykjafarðarbók 122 b
    einnig notað handrit AM 114 fol!!!
    Ármann taldi mér til tekna einstakan hæfileika til að muna handritanúmer!
    Ég var eins sátt og hægt var að vera og bý mig undir að farða Ármann galastíl fyrir Kastljósið í framtíðinni!

  3. Ég dró þetta og það var ekki tekið af mér, þannig að ég veit ekki. Það gagnaðist mér ekkert meira en ef ég hefði dregið eitthvað annað. En voða þú dugleg að kunna flokkunarnúmer handritanna, ég hef aldrei kunnað að telja upp nema Am 748 I 4to og Am 748 II, svo Codex Regius, Codex Trajectinus og Edda Uppsaliensis. Semsé flest Snorra-Eddu handritin. En ég náði þó Króks- og Reykjafjarðarbókunum í gær …

Skildu eftir svar við Emil Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *