Bilaði bókavörðurinn

Kæra dagbók.

Í dag eftir vinnu umraðaði ég bókahillunum mínum samkvæmt einfölduðu Deweykerfi. Það reyndist hafa sína kosti og galla.

Á morgun flæki ég kerfið.

5 thoughts on "Bilaði bókavörðurinn"

 1. Kári skrifar:

  Þú ert villtur maður.

 2. Óli Gneisti skrifar:

  Á þessu tveggja bókasafnsfræðingaheimili hefur aldrei komið til tals að flokka eftir Dewey, hvorki flóknum né einföldum. En alvöru nördar nota tvípunktskerfi Ranganathans.

 3. Notið þið það? Ég myndi þiggja einfalda útskýringu á því kerfi svo ég þurfi ekki að gúgla því.
  Annars raðaði ég þessu bara svona til að átta mig betur á hvað ég ætti af bókum, svo til að sérhæfa hvern bókaskáp betur. Að því loknu get ég raðað eftir estetískari gildum innan hvers þeirra.

 4. Kristín Svava skrifar:

  Vissuð þið að það er til sérstök Deweytala fyrir menningarlíf á öðrum hnöttum? Þannig að við verðum ekki óviðbúin þegar að því kemur.

 5. Ekki vissi ég það …

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *