Í bíl í rigningu

Það er misjafnt hversu alvarlega fólk tekur því sem ég segi bæði hér og annarsstaðar. Við umkvörtunum mínum vegna breytinga á Sólheimasafni hefur mér nú boðist staða íslenskukennara við Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Ég ætti ekki annað eftir en að keyra til Keflavíkur á hverjum morgni.

Vinsamlegast hafið fyrirvara á röflinu í mér.

Þessa stundina sit ég í Bókabílnum utan við safnið mitt góða, hélt ég ætti ekki eftir að sitja fleiri vaktir í þeim eðalvagni en þannig er nú það; auk þess var okkur alltaf sagt að nettenging við Bókabílinn væri ómöguleg, en við höfum leyst það mál með kapli, og þar að auki hefur okkur nú boðist 3G tenging í bílinn. Aldrei að segja aldrei er líklega lærdómur dagsins.

One thought on “Í bíl í rigningu”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *