Gamlir skólafélagar

Ég heilsa aldrei gömlum skólafélögum sem ég hitti á förnum vegi, að minnsta kosti ekki að fyrra bragði. Ef þau finna ekki hjá sjálfum sér að heilsa mér lít ég svo á að öll tækifæri til að kynnast þeim séu að öðru óreyndu þegar glötuð, fyrst viðleitnin til þess arna var ekki meiri en svo fyrstu tíu ár skólagöngunnar.

Þetta er ekki ákvörðun sem ég tek af drýldni, heldur af biturri reynslu. Það er bögg að heilsa manneskju aðeins til að sjá glitta í svip sem maður sá síðast á diskóteki í áttunda bekk, rétt áður en hún vippar sér fyrir hornið án þess að gefa frá sér svo mikið sem eitt einasta múkk.

Þau verða bara að finna það hjá sjálfum sér. Ég fæ ekki séð að ég skuldi neinum þá viðleitni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *