Raflost

Mér finnst ég alltaf heyra í fórnarlömbum Milgrams þegar ég kem inn í Odda. En nú veit ég ekki betur en sálfræðiskor sé flutt upp í Læknagarð.

Núna er hérna náungi sem hvorutveggja hljómar og lítur út fyrir að vera leikinn af Jóni Gnarr. Hann segir setningar af handahófi, eins og „það eru til pokarólur fyrir ketti, er það ekki?“ og „jaaaá er verið að tala um laun já“.

Ég fæ á tilfinninguna að hann sé að tala við okkur bæði hérna inni, en við teljum okkur vita að þessi náungi sé líklegur til að taka hönd fyrir litlaputta. Einræður hans verða eftir því örvæntingarfyllri sem lengur stendur á svari, og andrúmsloftið eftir því þrúgandi.

Enn sem fyrr verður mér hugsað til raflosta.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.