Skuldarinn

Þá er ég búinn að ganga frá skuldum mínum við guð og menn í bili. Það var afar ánægjulegt að gera upp við Mastercard að venju, eina fjármálafyrirtækið fyrir utan Byr sem veitir viðskiptavinum sínum svigrúm til að hafa rétt fyrir sér endrum og sinnum. Það getur sparað bæði peninga og streituraskanir að stunda viðskipti við heiðarlegt fólk sem leggur sig í líma við að veita viðskiptavinum sínum eins góða þjónustu og þeim framast er unnt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *