Súrrealismi

Ég hef súrrealisma eins og hann birtist í verkum Sjóns grunaðan um að vera meira í ætt við Noam Chomsky en eiginlegt manifestó sinna meintu sporgöngumanna. Þetta gætu allt eins verið dæmasetningar úr ritgerð um setningafræði andspænis merkingarfræði. Setningin Litlausar grænar hugmyndir sofa brjálæðislega var þó aldrei álitin neitt sérlega súrrealísk.

2 thoughts on “Súrrealismi”

  1. Ég er einmitt að lesa Augu þín sáu mig núna og ég sé virkilega eftir því að hafa ekki sökkt mér fyrr ofan í skáldsögur hans og smásögur, eins og mér þóttu nú kvæðin hans flott í gamla daga.
    Allt þetta kjaftæði um „form vs. innihald“ er innihaldslaust. Form frásagnarinnar í þessari sögu er innihaldsríkari en flestur prósi sem ég hef lesið undanfarið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *