Eðli mannsins

Maðurinn er í eðli sínu nákomnastur sjálfum sér þegar hann situr reykjandi inni á Sohwi með pintu af karjala og bloggar um eðli mannsins.

Nákomnastur er hann náttúrunni þegar hann stendur nakinn á palli saunaklefans í skóginum að nóttu til, með bjór í hönd, og horfir reykjandi yfir ríkidæmi sitt: stöðuvatnið og lendurnar í kring – rétt fyrir viðbragðið sem sendir hann hlaupandi niður bryggjusporðann í loftköstum útí vatnið. Þegar hann siglir á seglbát til annarrar strandar til þess eins að leggjast í grasið og horfa upp gegnum trén.

En nákomnastur er hann takmörkum ímyndunarafls síns þegar hann tínir dauðar leðurblökur af flugnapappír í kofanum, skutlar hræjunum út í skóg og tekur til við að raka laufblöðin á lóðinni, meðan sólúrið segir þrjú, vindhaninn segir stopp, og heimalandið brennur fjarri hugskotssjónum mannsins; meðan íkornar skutlast með vetrarforðann, mýsnar gera hreiður í laufhrúgunum og snarkandi arineldurinn sendir iðandi mökk gegnum skorsteininn upp til himnanna.

Slíkt er eðli mannsins.

Lái það enginn manninum að vilja ekki koma aftur heim. Því rótlaus er maðurinn. Efist enginn um rótlausa náttúru mannsins, því nákomnastur er hann henni.

4 thoughts on "Eðli mannsins"

 1. Hvernig var Finnlandi ? Vona að þú hafir skemmt þér vel þar Já finnst þér gott að vera nakinn stundum? þú elskar að drekka bjór og reykja akurat sem það á við þig.

 2. Ég er ennþá í Finnlandi.
  Gott að vera nakinn? Ööö …

 3. Lommi skrifar:

  Vind um typpaling víví… vind um typpaling víví…
  passaðu samt að aska ekki á typpaling!

 4. Silja skrifar:

  Krúttið þitt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *